Hraunbær 117

Sæll Brynjar Míg langar að þakka ykkur fyrir góð og rösk vinnubrögð hér hjá okkur í Hraunbæ 117. Vinsamlega komdu þessari kveðju fyrir mig til þess sem vinnur verkið. María InniGarðar ehf. Hraunbæ 117

Rauðagerði 6

Takk fyrir þetta. Mig langar líka að koma á framfæri miklu hrósi til þess starfsmanns sem sá um að klippa gróðurinn. Hann hringdi í mig og fór yfir hlutina með mér og lagði til hvernig best væri að gera hlutina. Þá var þetta virkilega vel gert og greinilega metnaðarfullur starfsmaður á ferð. Það má endilega skila þökkum til hans fyrir vel unnin störf.

-Kv. formaður húsfélagsins Rauðagerði 6

Norðurbraut 3

Góðan daginn

Þetta var dúndurgóð þjónusta.

Bý í Hafnarfirði, hringdi af rælni og pantaði úðun á hekk og einhver tré. Bjóst við að komast að eftir viku en nei nei,

þið voruð að vinna í Hafnarfirði og bættuð mínum garði bara á listann. Komuð samdægurs.

Súperþjónusta fyrir fólk eins og mig, sem skipuleggur ekki svona hluti með fyrirfara.

Það væri gott að vera á póstlista og fá póst þegar þið farið af stað á vorin í þetta 🙂

Takk fyrir skjóta og góða þjónustu

Kv. Ásdís