Klyfjasel 20

Við erum mjög ánægð með skjóta og vandaða þjónustu. Bestu kveðjur, Emilía og Valgeir Klyfjaseli 20

Rauðagerði 6

Takk fyrir þetta. Mig langar líka að koma á framfæri miklu hrósi til þess starfsmanns sem sá um að klippa gróðurinn. Hann hringdi í mig og fór yfir hlutina með mér og lagði til hvernig best væri að gera hlutina. Þá var þetta virkilega vel gert og greinilega metnaðarfullur starfsmaður á ferð. Það má endilega skila þökkum til hans fyrir vel unnin störf.

-Kv. formaður húsfélagsins Rauðagerði 6

Hjallabrekka 34

Starfsmenn Garðlistar hafa séð um slátt í garðinum hjá okkur nokkur sumur. Þeirra vinnubrögð eru til mikils sóma og erum við mjög ánægð. Kær kveðja. Helgi Birgisson