554 - 1989 gardlist@gardlist.is

Keðjusögina notum við til að að fella bæði lítil og stór tré, einnig notum við hana mikið til að snyrta og minnka stór tré sem eru orðin mjög þung á sér og jafnvel farin að brotna undan eigin þyngd. Keðjusögina er einnig hægt að nota til að lækka niður hekk en venjulegar klippur komast ekki í þykkari greinar en u.þ.b. í puttabreidd, allt þykkra en það eyðileggur blöðin og fer illa með klippurnar.

Langar hekkklippur

Erfitt og tímafrekt er að klippa há hekk með stiga en þessi vél gerir okkur það kleift að klippa 2,5 – 3,5 metra há hekk án nokkurra vandræða.

Hekkklippur

Erum með 2 mismunandi gerðir af hekkklippum: 3500 slaga vél sem er gerð fyrir grófar trjátegundir eða hekk sem hefur ekki verið klippt lengi og svo 5000 slaga vél sem er með fínni blöðum og ætluð í fínni trjátegundir eða á vel hirt hekk.

Löng keðjusög

Skaftið á þessari vél er hægt að lengja upp í 5 metra með einu handtaki og hún því hentar sérstaklega vel þegar verið er að snyrta stór tré, taka brotnar greinar hátt uppi eða til að móta grenitré.

Handkeðjusög

Þessi vél er notuð til að flýta fyrir þegar verið er að fella stór tré sem þarf að klifra upp í til að fella.