554 - 1989 gardlist@gardlist.is

Þessir traktorar hafa nýst okkur mjög vel við hirðingu á stærri grassvæðum þar sem við hengjum aftan í þá sláttuvagna sem geta flutt 6 m3 af grasi í hverri ferð. Ennig auðvelda traktorarnir okkur það að teygja rekstur fyrirtækisins inn í veturinn þar sem við notum þá við snjómokstur og söndun á göngustígum víða um borgina. Traktorarnir eru líka mjög þægilegir og liprir í notkun þar sem þeir beygja allan fram-kjamman á vélinni en ekki bara dekkin og hjálpar þetta okkur við að vinna á enn þrengri svæðum og nýta sláttuvagnana sem allra best.