554 - 1989 gardlist@gardlist.is
Panta þjónustu
Um garðaúðun: Þegar garðaúðun er lokið, hvort heldur er gegn maðki og lús eða hverri annarri óværu, er garðurinn merktur þannig að ekki beri á öðru en að hann hafi verið úðaður. Permasekt garðúðunarefnið getur ert augu og húð og ekki er talið ráðlagt að neyta matjurta sem úði hefur borist á fyrr en 14 dögum eftir úðun. Gott er að takmarka umgang um garða sem hafa verið úðaðir í 24 klukkustundir eftir úðun.

Að úða fyrir maðki og lús: Algengast er að úða fyrir maðki og lús en þessar tvær óværur éta blöðin og gera það að verkum að blöðin verða ljót og geta eyðilagst. Ekkert gagn er af garðúðun gegn lifrum fyrr en þær fara að skríða um. Gegn lifrum notum við efnið Permasekt. Lirfurnar deyja ef efnið snertir þær og eins ef þær éta lauf sem hefur verið eitrað. Í örfáum tilfellum kemur það fyrir að lirfurnar drepast ekki alveg við fyrstu úðun og í þeim tilfellum komum við aftur til viðskiptavina okkar, þeim að kostnaðarlausu. Lúsin er fljót að fjölga sér, hún er fjölhæf og verpir bæði eggjum og eignast lifandi afkvæmi. Lúsin getur drepist, líkt og lirfurnar, við það að eitur fellur beint á þær. Lúsin kemur örlítið seinna en lirfurnar á vorin og er ekki jafn mikill skaðvaldur fyrir tré eins og lirfurnar. Þá er ekki mælt með því að úða sérstaklega fyrir lús nema hún sé í miklu magni og til mikilla vandræða.

Hvenær er góður tími til að úða fyrir maðki og lús? Garðaúðun skal eiga sér stað í byrjun sumars, allt til 17. júní.

Að úða fyrir sitkalús: Sitkalús veldur því að nálar grenitrjáa verða brúnar og ljótar, sem gerir það að verkum að fólk á það til að halda að trén séu hreinlega dauð. Það er þó ekki endilega raunin, oft er hægt að bjarga trjánum með úðun og ættu þau með tímanum að geta náð aftur fullum bata. Í miklum frosthörkum minnkar sitkalúsin en þær ná sér á strik í mildum vetrum.

Hvenær er góður tími til að úða fyrir sitkalús? Að hausti er úðað fyrir sitkalús í grenitrjám.

Að úða fyrir kóngulóm: Kóngulær halda sig í kverkum undir þakskeggi og gluggum. Egg þeirra eru í litlum ullar hnoðra sem kóngulóin kemur fyrir í skugga og er hann nokkuð vel varinn. Garðlist notar efnið Permasekt til þess að eyða kóngulóm og þarf vökvinn að lenda á þeim til þess að hann virki.

Hvenær er góður tími til að úða fyrir kóngulóm? Kóngulær er hægt að úða þegar þær eru komnar á kreik. Eitrið sem er notað er ekki fyrirbyggjandi og því verður að eitra þegar þær eru komnar til þess að hægt sé að ná til þeirra.

Verðlagning á úðun: Við úðun býður Garðlist upp á föst verð. Innifalið í þeim verðum er allur kostnaður við úðun. Ekki er tekið aukalega fyrir notkun á búnaði né bíl.