Magic String Lite

Fyrir þá sem vilja aðeins meira „úmpf“ í seríurnar sínar mælum við með Magic String Lite frá MK. Serían hentar vel á þakkanta og handrið en ljósin raðast nokkur saman í hóp á strenginn með reglulegu millibili.

Magic String Lite

Fyrir þá sem vilja aðeins meira „úmf“ í seríurnar sína erum við með Magic String Lite frá MK. Serían hentar vel á þakkanta og handrið. Ljósin raðast þannig á strenginn að þau eru nokkur saman í hópi með reglulegu millibili.

Ice Lite frá MK

Ice Lite frá MK setur heldur betur ævintýrlegan blæ á þakkanta og handrið. Hægt er að tengja margar saman og láta þær ná allan hringinn í kringum húsið. Þetta er ljósið fyrir vandláta og kröfuharða jólaunnendur. Ljósin drjúpa óreglulega niður í móti til að líkja eftir grýlukertum og útkoman er vægast sagt falleg.

Skúlptúrar

Skúlptúrar eru alltaf vinsælir og við eigum hin ýmsu ljósaform og ljósafígúrur á lager sem koma fólki í réttu stemninguna fyrir jólin. Á lagernum leynast til dæmis hreindýr, snjókorn og annað hátíðlegt og skemmtilegt. Jólakötturinn, sem er á Lækjartorgi um hver jól, er lýsandi dæmi um þá töfra sem hægt er að laða fram með skúlptúr.