Sláttuvélar

[vc_row][vc_column width=“1/2″][vc_column_text]Við leggjum mikla áherslu á að vera alltaf með fyrsta flokks tæki og áhöld. Við flytjum mikið af tækjunum inn sjálf og þar á meðal allar sláttuvélar. Við höfum bæði stórar vélar og litlar til notkunar við mismunandi aðstæður. Vélarnar okkar þykja með því besta sem gerist í þessum bransa og því vinnum við bæði hratt og vel. Með innflutningi og notkun á þessum vélum tryggjum við hámarks afköst og gæði í garðslætti í þágu viðskiptavina okkar.

Fyrir smærri svæði, svo sem einkagarða og minni brekkur, notum við litlar sláttuvélar frá Honda. Þær eru öflugar en engu að síður léttar og henta því vel á þau svæði þar sem stóru vélarnar eru of fyrirferðarmiklar. Nokkur hávaði er í vélunum en á móti kemur að það er hægt að vinna mjög hratt og sláttur á einkagörðum tekur því sjaldnast meira en 20-30 mínútur fyrir tvo menn.

Fyrir vinnu við stór tún, t.d fyrir bæjarfélög og fyrirtæki, notum við kraftmiklar Ultravoc sláttuvélar frá Exmark. Við þessar vélar er setið og þær geta náð allnokkrum hraða og því er fljótlegt að tiltölulega auðvelt að slá mjög stóra fleti með þeim. Til að slá kanta og svæði sem sláttuvélarnar komast ekki að notum við svo orf. Það kemur sér vel t.d. í kringum ljósastaura, girðingar og við húsveggi, enda þýðir víst lítið að leyfa þeim svæðum að vaxa bara villt.

Sláttuvagnar eru eingöngu notaðir á stórum og opnum svæðum og eru mjög góðir til þess brúks vegna þess hversu breitt svæði þeir geta slegið og hvað þeir geta tekið mikið af grasi upp í sig án þess að þurfi að losa þá. Garðlist byrjaði á að kaupa einn sláttuvagn til prufu og gaf hann svo góða raun að við höfum fjölgað í þeim hópi.[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=“1/2″][vc_single_image image=“56″][/vc_column][/vc_row]