Stubbatætari

[vc_row][vc_column width=“1/2″][vc_column_text]Algengt er að þegar búið er að fella tré sitji fólk uppi með vandamál, þ.e. trjástubburinn situr eftir. Fram að þessu hefur þurft að fá kranabíl til að rífa stubbinn upp, sem oftar en ekki skildi eftir stór sár í flötinni sem þurfti að tyrfa. Við hjá Garðlist erum komnir með lausn á þessum vanda, stubbatætara (sjá mynd hér á síðunni).

Tætarinn er sá eini sinnar gerðar á landinu, aðeins stærri en garðsláttuvél og eyðileggur ekkert í kringum sig, rífur stubbinn allt að 30cm niður í jörðina og gatið sem kemur er lítið stærra en ummál trjástubbsins. Mjög auðvelt að tyrfa í gatið. Athugið að hægt er að tæta stubba allt árið svo fremi að ekki sé allt á kafi í snjó.[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=“1/2″][vc_single_image image=“233″][/vc_column][/vc_row]