Áburðargjöf

Trygging á góðri næringu og umhyrðu
 
Til baka í Þjónustur
Um áburðargjöf: Tilgangurinn með áburðargjöf í heimilisgörðum er að tryggja gróðri nægan aðgang að næringarefnum sem þær taka úr jarðveginum og eru þeim lífsnauðsynleg. Næringarefni plantna eru bundin í jarðveginum og leysast upp í jarðvatninu, af þessum ástæðum er mikilvægt að næringarefni í jarðvegi séu í hæfilegu magni til þess að plönturnar geti vaxið og dafnað eðlilega. Ef plöntur eru heilbrigðar verja þær sig betur gegn ágangi meindýra og ná þá frekar að auka framleiðslu og mynda ný laufblöð.

Það er alltaf gott að bera áburð á garða og er þá mikilvægt að gæta þess að dreifa honum jafnt, en áburður getur brennt stofna á trjám og grasflöt ef sett er of mikið af honum á einn stað. Þess vegna notar Garðlist áburðardreifara við áburðargjöf.

Áburðarkalki er dreift yfir gras til að auka vöxt þess, auk þess sem það heldur niðri mosanum. Græðir er áburðarblanda sem notuð er í beð til að auka vöxt trjáa og plantna.

Hvenær er góður tími til að bera áburð á gróður? Gott er að bera áburð á gróður yfir sumarið.

Garðlist