Sandur - Mold í beð

Gott er að setja mold á nokkra ára fresti í beð
Til baka í Þjónustur

Við hjá Garðlist bjóðum upp á aðstoð við að setja sand og mold í beð. Mold er gott að setja í beð á nokkra ára fresti til þess að rætur trjáa og plantna séu umlukin nægri mold og séu ekki að gægjast of mikið upp úr beðum. Sand er hægt að setja í beð til þess að minnka viðhald í beðum, í sandi á illgresi erfiðara með að festa rætur og því minnkar vöxtur þess í beðum talsvert.

Hvenær er góður tími til þess að setja sand eða mold í beð? Hægt er að setja mold eða sand í beð allan ársins hring en það fer þó mikið eftir veðurfari. Algengast er að sumarið sé notað til þess að bæta í beðin.

Verðlagning: Við að setja sand eða mold í beð er Garðlist að vinna í tímavinnu og tekur fyrir tímann á manninn. Þannig reiknast að ef hópur með þrjá starfsmönnum kemur í garð til þess að setja mold í beð og vinnan er unnin á einum tíma, reiknast það sem þrjár klukkustundir. Þegar verið er að setja mold eða sand í beð má reikna með því að tekið er fyrir þann tíma sem fer fyrir hópinn að koma sér í garðinn og fyrir þann tíma sem fer í að fara með úrganginn á haugana. Garðlist tekur ekki sérstakt gjald fyrir förgun á haugum. Tekið er gjald fyrir notkun á bíl.

Panta þjónustu

Hafðu samband eða kíktu við hjá okkur

This message is only visible to admins:
Unable to display Facebook posts

Error: (#10) To use 'Page Public Content Access', your use of this endpoint must be reviewed and approved by Facebook. To submit this 'Page Public Content Access' feature for review please read our documentation on reviewable features: https://developers.facebook.com/docs/apps/review.
Type: OAuthException
Code: 10
Click here to Troubleshoot.

 Opið virka daga 08:00 - 17:00

Tunguhálsi 7, 110 Reykjavík

Sími: 554 - 1989

Gardlist@gardlist.is

Facebook

Youtube

Garðlist

Messenger icon
Send message via your Messenger App