Þegar búið er að þökuleggja er mikilvægt að fylgjast vel með rakastigi á torfinu og vökva það vel á meðan það er að gróa saman. Einnig er mikilvægt að gefa grasinu áburð. Hefja má slátt á grasi þegar það hefur náð 10cm hæð. Þá er gott að byrja á því að slá grasið í hæðstu stillingu á sláttuvél, lækka svo stillingu í hvert skipti sem slegið er þar til komið er í óska grashæð sem oft er 3-4 cm á venjulegum heimilisgörðum. Ef þið hafið hugsað ykkur að láta leggja þökur á garðinn þá hringið og pantið þjónustu hjá okkur í Garðlist.
Hvenær er góður tími til að þökuleggja? Leggja má túnþökur frá vori og fram á haust.
Plöntun: Garðlist býður upp á plöntun í beð, blómapotta og ker. Veitum ráðleggingar með hverskonar plöntur henta hverjum árstíma. Getum komið með plönturnar með okkur en einnig getur viðskiptavinurinn keypt sjálfur plöntur og fengið okkur til að gróðursetja.
Verðlagning: Þökulögn og plöntun er unnin í tímavinnu. Þannig reiknast að ef hópur með tveimur starfsmönnum kemur í garð og vinnan er unnin á einni klukkustund, reiknast það sem tvær klukkustundir. Einnig er tekið fyrir tímann sem tekur hópinn að koma sér í garðinn og að losa úrgang. Garðlist tekur ekki sérstakt gjald fyrir förgun á haugum þegar um er að ræða tyrfingu og plöntun. Tekið er gjald fyrir notkun á bíl.
Chat conversation end
Type a message…
Garðlist

Veftré
Vertu með!
Garðlist



Veftré
Vertu með!