Trjáfellingar

Garðlist sér um að fjarlæga bæði lítil og stór tré.
Til baka í Þjónustur

Um trjáfellingar: Garðlist sér um að fjarlægja bæði lítil og stór tré. Við bjóðum einnig upp á aðstoð við að fjarlægja trjástofna sem sitja eftir þegar búið er að fella tré með stubbatætaranum okkar. Sjá nánar um stubbatætingu undir “Þjónustur / Stubbatæting”.
Hvenær er góður tími til að fella tré? Hægt er að fella tré allt árið svo fremi að ekki sé allt á kafi í snjó.

Verðlagning? Vinnan sem fer í það að klippa og fella tré er unnin í tímavinnu og reiknast þannig að tekið er fyrir tímann fyrir manninn. Við fellingar á trjám eru alltaf tveir starfsmenn að vinna. Þannig reiknast klukkutíma vinna fyrir tvo starfsmenn sem tveggja tíma vinna. Þegar verið er að klippa eða fella tré má reikna með því að tekið er fyrir þann tíma sem fer fyrir starfsmenn að koma sér í garðinn og þann tíma sem fer í að fara með úrganginn á haugana. Tekið er gjald fyrir notkun á bíl og förgun úrgangs.

Panta þjónustu

Hafðu samband eða kíktu við hjá okkur

4 weeks ago

Garðlist ehf

Við hjá Garðlist gáfum á dögunum sláttuvélar til ABC barnahjálp sem nýttar verða nemendum Ecole ABC de Bobo í Búrkína Fasó til góðs. Skólinn er rekinn fyrir styrktarfé á vegum ABC Barnahjálpar og þökkum við þeim fyrir gott starf þeirra gegnum árin. Frekari upplýsingar um skólann sem og leiðbeiningar um hvernig styrkja megi framtakið má finna á meðfylgjandi hlekk: www.abc.is/starfsemin/abc-i-afriku/burkina-faso/ ... Sjá meiraSjá minna

Við hjá Garðlist gáfum á dögunum sláttuvélar til ABC barnahjálp sem nýttar verða nemendum Ecole ABC de Bobo í Búrkína Fasó til góðs.  Skólinn er rekinn fyrir styrktarfé á vegum ABC Barnahjálpar og þökkum við þeim fyrir gott starf þeirra gegnum árin.  Frekari upplýsingar um skólann sem og leiðbeiningar um hvernig styrkja megi framtakið má finna á meðfylgjandi hlekk: https://www.abc.is/starfsemin/abc-i-afriku/burkina-faso/

 

Comment on Facebook

VÁ stórkostlegt - öðlingar

 Opið virka daga 08:00 - 17:00

Tunguhálsi 7, 110 Reykjavík

Sími: 554 - 1989

Gardlist@gardlist.is

Facebook

Youtube

Garðlist