Trjáklippingar

Láttu fagfólk já um að klippa garðinn þinn
Til baka í Þjónustur

Um trjáklippingar: Við hjá Garðlist bjóðum upp á trjáklippingar og erum stolt af því að vera með mjög færa og góða klippara, auk þess sem klipparar okkar eru einkar vel búnir hvað vélar og annan útbúnað varðar og ættu því ekki að vera í neinum vandræðum með að leysa þau verkefni sem bíða í þínum garði. Við leggjum mikla áherslu á að geta klárað garðinn þinn á sem skemmstum tíma, þó alltaf með aðaláherslu á gæði.

Hvenær er góður tími til að klippa? Síðla vetrar og á vorin er góður tími til að klippa allflestar tegundir trjágróðurs því þá er greinabygging gróðursins best sýnileg. Einnig er þetta góður tími til þess að móta trjágróður. Rétt klipping á trjágróðri dregur úr líkum á skaða af völdum sára og því er mikilvægt að rétt sé staðið að verki.

Hversu oft? Það þarf að klippa tré minnst tvisvar á ári til að halda þeim í horfinu. Limgerði er nauðsynlegt að klippa til að þau þétti sig. Ef limgerði er orðið gamalt og úr sér vaxið má klippa það alveg niður og leyfa því svo að vaxa á nýjan leik.

Verðlagning? Vinnan sem fer í það að klippa og fella tré er unnin í tímavinnu og reiknast sem tímavinna á manninn. Við klippingar og fellingar á trjám eru alltaf tveir starfsmenn við vinnu. Þannig reiknast klukkutíma vinna fyrir tvo starfsmenn sem tveggja tíma vinna. Þegar verið er að klippa eða fella tré má reikna með því að tekið sé fyrir þann tíma sem fer fyrir starfsmenn að koma sér í garðinn og þann tíma sem fer í að fara með afklippurnar á haugana. Tekið er gjald fyrir akstur eða notkun á bíl og förgun úrgangs.

Panta þjónustu

Hafðu samband eða kíktu við hjá okkur

This message is only visible to admins:
Unable to display Facebook posts

Error: (#10) To use 'Page Public Content Access', your use of this endpoint must be reviewed and approved by Facebook. To submit this 'Page Public Content Access' feature for review please read our documentation on reviewable features: https://developers.facebook.com/docs/apps/review.
Type: OAuthException
Code: 10
Click here to Troubleshoot.

 Opið virka daga 08:00 - 17:00

Tunguhálsi 7, 110 Reykjavík

Sími: 554 - 1989

Gardlist@gardlist.is

Facebook

Youtube

Garðlist

Messenger icon
Send message via your Messenger App