Viðskiptaskilmálar

Sláttur í áskrift

Þessi áskriftarsamningur er ótímabundinn og uppsegjanlegur af hálfu beggja samningsaðila. Uppsagnarfrestur er enginn fyrsta mánuðinn en eftir það er uppsagnarfresturinn tveir mánuðir, miðað við mánaðarmót og þarf uppsögn ávallt að berast í síma 896-6151.

Garðlist kappkostar við að veita góða þjónustu og tryggja þannig áframhaldandi viðskipti.

Þjónustan felur í sér að við sláum, orfum meðfram köntum, hreinsum stéttar ef gras hefur farið á þær og hirðum slegið gras. Ef tíðni við grasslátt er ekki í takt við grasvöxt áskilur Garðlist sér rétt til þess að færa garða upp um flokk í örari tíðni. Algengt er að við fyrsta slátt sé mjög mikið gras og því er algengt að rukkað sé 1,5 gjald fyrir fyrsta skiptið.

Garðsláttinn hjá Garðlist þarf ekki að panta ár eftir ár heldur biðjum við viðskiptavini okkar að láta okkur vita ef ekki er áframhaldandi þörf á þjónustunni. Verð eru endurskoðuð einu sinni á ári.

Eðlileg hæð á grasi er um 4 – 9 sentímetrar þegar komið er að slætti. Ef viðskiptavinir vilja láta sleppa úr slætti eða slá grasið sjaldnar en þörf er á áskilur Garðlist ehf sér rétt til þess að rukka meira fyrir þá auka vinnu sem í því felst.

Ábyrgð er ekki tekin á rennum á og við hús sem ekki þola að láta slá í kringum sig með slátturorfi. Einnig berum við ekki ábyrgð á trjám sem plantað hefur verið beint ofan í gras og ekki er kantskorið í kringum. Hvetjum viðskiptavini að hafa samband við okkur og við getum aðstoðað við kantskurð.

Í lok sumars munum við senda tölvupóst til þess að láta vita að garðslætti sumarsins sé lokið og að við munum koma að öllu óbreyttu næsta sumar en biðjum jafnframt viðskiptavini um að láta okkur vita ef breytingar verðar þar á. Að auki sendum við viðskiptavinum okkar tölvupóst að vori þess efnis að sláttur sumarsins sé að hefjast og biðjum viðskiptavini um að láta okkur vita af breytingum ef einhverjar eru frá fyrra ári.

Æskilegt er að ef um húsfélag er að ræða að valin sé einn aðili innan húsfélagsins sem sér um öll samskipti við fyrirtækið. Ef þú/þið hafið einhverjar ábendingar varðandi sláttinn vinsamlegast látið okkur vita til þess að hægt sé að bregðast við þeim. Ef sláttur er ekki framkvæmdur á umsömdum tíma vinsamlegast tilkynnið það til okkar eins fljótt og auðið er.

Heimilt er að auka við tilboðið en þá er innheimt samkv gildandi verðskrá.

Verðbreytingar taka mið af vísitölu neysluverðs til hækkunar og skal grunnvísitalan skoðast sem sú síðasta sem gefin var út af Hagstofu Íslands.

Um samning þennan gilda íslensk lög og rísi ágreiningur um túlkun hans skal reka mál vegna þess ágreinings fyrir héraðsdómi Reykjavíkur.

Öll tilboð Garðlistar ehf. til viðskiptavina sinna skulu skoðast sem trúnaðarmál milli kaupanda og seljanda.

Tilboð gilda í 30 daga frá útgáfudegi.

 

 

Jólaseríuleiga

Einstaklingar og húsfélög

 1. Við leigu frá Garðlist ehf, á jólaseríum til einstaklinga, húsfélaga og fyrirtækja, skulu þessir viðskiptaskilmálar gilda um viðskiptin og skulu þeir skoðast sem hluti samnings aðila.
 2. Uppgefið verð er leiguverð á jólaseríum og fylgihlutum yfir tímabilið 1.nóvember. – 1.febrúar ár hvert. Samningurinn gildir í 3 leigutímabil og tekur samningurinn gildi með þegar viðskiptavinur samþykkir tilboð frá Garðlist ehf, með staðfestingu þess efnis í tölvupósti.
 3. Að þremur árum liðnum framlengist samningurinn árlega um eitt ár í senn. Óski viðskiptavinur eftir því að samningurinn framlengist ekki, skal viðskiptavinur tilkynna Garðlist ehf, um uppsögn með sannanlegum hætti fyrir 1. september það ár, sem samningurinn endurnýjast.
 4. Segi viðskiptavinur upp samningi innan þriggja ára ber að greiða leiguverð sem samsvarar eins árs leigu, án þess þó að Garðlist ehf sé skylt að setja upp ljós það ár.
 5. Segi viðskiptavinur upp samningi sækir Garðlist ehf þau ljós og fylgihluti sem eru í eigu félagsins til viðskiptavinar. Viðskiptavinur skuldbindur sig til þess að greiða fyrir þá vinnu sem til fellur vegna þessa, skv. þeirri verðskrá sem er í gildi á hverjum tíma.
 6. Leigutímabil jólasería og tengdra fylgihluta er frá 1. nóvember ár hvert, til 1. febrúar árið eftir. Viðskiptavinur getur óskað eftir að hafa tímabilið lengra og innheimtir Garðlist ehf þá hlutfallslega af leiguverði fyrir tímabilið aukalega.
 7. Viðskiptavinir geta óskað eftir því að ljós séu ekki tekin niður heldur að aðeins séu fjarlægðar rafmagnstengingar, svo spara megi kostnað við niðurtekt. Fyrir slíka þjónustu innheimtir Garðlist ehf, 1 klst í vinnu skv. gildandi verðskrá þegar ljósin eru aftengd og 1 klst í vinnu þegar ljósin eru tengd að nýju á nýju leigutímabili.
 8. Garðlist ehf mælir með að losað sé upp á ljósunum að minnsta kosti annað hvert ár ef þau eru ekki tekin niður því eins og máltækið segir „Barnið vex en brókin ekki“. Ef það er ekki gert fellur ábyrgð ljósanna úr gildi ef tjón myndi verða vegna þess.
 9. Ef taka á ljósin niður í lok tímabils má gera ráð fyrir u.þ.b. helmingi tíma þess sem uppsetning tekur og er innheimt samkv gildandi verðskrá.
 10. Ekki er heimilt að minnka magn ljósa og fylgibúnaðar samkvæmt upphaflegu tilboði Garðlistar ehf til viðskiptavinar um meira en 20%, nema um samkomulag beggja aðila sé að ræða.
 11. Garðlist ehf ber 100% ábyrgð á jólaseríum allt leigutímabilið. Undir ábyrgðina falla þó ekki það sem skilgreina mætti sem óeðlilegar skemmdir eða skemmdir sem orsakast að slæmri meðferð leigutaka eða þriðja aðila. Öll vinna við ljós og fylgihluti, er innheimt í tímavinnu samkv. gildandi verðskrá. Heimilt er að auka við tilboðið en þá er innheimt samkv gildandi verðskrá.

Verðbreytingar taka mið af vísitölu neysluverðs til hækkunar og skal grunnvísitalan skoðast sem sú síðasta sem gefin var út af Hagstofu Íslands.

Um samning þennan gilda íslensk lög og rísi ágreiningur um túlkun hans skal reka mál vegna þess ágreinings fyrir héraðsdómi Reykjavíkur.

Öll tilboð Garðlistar ehf. til viðskiptavina sinna skulu skoðast sem trúnaðarmál milli kaupanda og seljanda.

Tilboð gilda í 30 daga frá útgáfudegi.

 

 

 

Vetrarþjónusta

Snjómokstur, söltun, söndun

Þessi samningur er ótímabundinn og uppsegjanlegur af hálfu beggja samningsaðila hvenær sem er með þriggja daga fyrirvara. Garðlist kappkostar við að veita góða þjónustu og tryggja þannig áframhaldandi viðskipti.

Þú hefur beðið okkur um að þjónusta hjá þér bílaplanið í formi áskriftar. Það felur í sér að þegar þurfa þykir sjáum við um að skafa, salta eða sanda eins og óskað hefur verið eftir, samkvæmt þeim þjónustuflokkum sem tilgreindir eru í samningi. Miðað er við að búið sé að þjónusta planið fyrir kl:  á daginn.

Snjómokstur: Þjónustan felur í sér að við ryðjum snjó af plönum en getum ekki borið ábyrgð á köntum eða öðru slíku sem leynist undir snjónum ef tjón verður af því. 

Söltun: Þjónustan felur í sér að salta umbeðin svæði með það að markmiði að minnka klaka og hálku á svæðinu.

Söndun: Þjónustan felur í sér að dreifa sandi þar sem þurfa þykir, sem hálkuvörn.

Sópun: Þjónustan felur í sér eina sópun á ofangreindu plani eftir árlega vetrarþjónustu.

Vöktun: Þjónustan felur í sér vöktun á ofangreindu plani frá 15. okt – 15. apríl.  Vöktun er greidd fyrirfram mánaðarlega. 

ÞJÓNUSTUFLOKKAR:

Fyrsta flokks:  Þjónustan en veitt samkvæmt hæstu kröfum.  Þegar einhver þörf er talin á því að það þurfi að salta, sanda eða skafa er það framkvæmt.

Annars flokks:  Þjónustan er veitt samkvæmt meðalkröfum.  Þegar þörf er talin á að salta, sanda eða skafa er það framkvæmt.

Þriðja flokks: Þjónusta er veitt samkvæmt lágmarks kröfum.  Þegar mikil þörf er talin á að salta, sanda eða skafa er það framkvæmt.

 Vetrarverkin hjá Garðlist þarf ekki að panta ár eftir ár heldur biðjum við viðskiptavini okkar að láta okkur vita ef ekki er áframhaldandi þörf á þjónustunni. Verð eru endurskoðuð einu sinni á ári.

Vakin er sérstök athygli á því að Garðlist ehf. ber ekki ábyrgð á því tjóni, hvort heldur sem um er að ræða munatjón eða líkamstjón, sem kann að verða vegna hálku á því svæði sem félagið þjónustar.

Verðbreytingar taka mið af vísitölu neysluverðs til hækkunar og skal grunnvísitalan skoðast sem sú síðasta sem gefin var út af Hagstofu Íslands.

Um samning þennan gilda íslensk lög og rísi ágreiningur um túlkun hans skal reka mál vegna þess ágreinings fyrir héraðsdómi Reykjavíkur.

Öll tilboð Garðlistar ehf. til viðskiptavina sinna skulu skoðast sem trúnaðarmál milli kaupanda og seljanda.

Tilboð gilda í 30 daga frá útgáfudegi.