fbpx
  • 554-1989

GARÐAÚÐUN

GARÐAÚÐUN ÆTTI AÐ EIGA SÉR STAÐ Í BYRJUN SUMARS, ALLT TIL 17. JÚNÍ

Að úða fyrir maðki og lús

Algengast er að úða fyrir maðki og lús en þessar tvær óværur éta blöðin og gera það að verkum að blöðin verða ljót og geta eyðilagst. Ekkert gagn er af garðaúðun gegn lirfum fyrr en þær fara að skríða um. Gegn lirfum notum við efnið Permasekt. Lirfurnar deyja ef efnið snertir þær eins ef þær éta lauf sem hefur verið eitrað. Í örfáum tilfellum kemur það fyrir að lirfurnar drepast ekki alveg við fyrstu úðun og í þeim tilfellum komum við aftur til viðskiptavina okkar, þeim að kostnaðarlausu. Blaðlús er fljót að fjölga sér, hún er fjölhæf og verpir bæði eggjum og eignast lifandi afkvæmi. Lúsin getur drepist, líkt og lirfurnar, við það að eitur fellur beint á þær.

Blaðlúsin kemur örlítið seinna en lirfurnar á vorin og er ekki jafn mikill skaðvaldur fyrir tré eins og lirfurnar. Þá er ekki mælt með því að úða sérstaklega fyrir lús nema hún sé í miklu magni og til mikilla vandræða. Maðkur í trjám getur verið til vandræða og margir kjósa garðaúðun til að hafa hemil á honum. Sömuleiðis hefur lúsmý verið að gera Íslendingum lífið leitt undanfarin ár en ólíklegt er að garðaúðun geri mikið gagn gegn því.