fbpx
  • 554-1989

LJÓSA- OG JÓLASKREYTINGAR

BREIÐ LÍNA AF HÁGÆÐA LJÓSUM

Við hjá Garðlist bjóðum upp á breiða línu af hágæða ljósa- og jólaseríum frá MK illumination og Quality LED. Við veitum aðstoð við að skreyta húsið, garðinn og fyrirtækið fyrir jólin og önnur tækifæri.
Hægt er að sérsníða skreytingar að hverjum og einum viðskiptavini. Ef óskað er eftir getum við sent ljósamann á staðinn sem aðstoðar við val á ljósum og skreytingum.
Einnig bjóðum við upp á þjónustu við uppsetningar og tökum þær niður þegar viðskiptavinum hentar. Við getum líka hjálpað til við að setja upp gömlu seríurnar.
Allt efnið okkar er vatnshelt í IP67 staðlinum sem er það besta sem þú getur fengið.
Garðlist býður viðskiptavinum sínum upp á geymslu að kostnaðarlausu.

String Lite frá MK er okkar vinsælasta jólasería. Þá sérstaklega hönnuð til að vera sett í tré. Kemur í 12 metra löngum köplum sem hægt er að skipta auðveldlega út eða bæta við eftir þörfum. String Lite kemur einnig í útgáfu þar sjöunda hver pera blikkar. Rosa fallegt og rómantískt.

s.

Fyrir þá sem vilja aðeins meira „úmf“ í séríurnar sína erum við með Magic String Lite frá MK. Hentugt á þakkanta og handrið. Ljósin eru tekin saman nokkur og nokkur saman.

Ice Lite frá MK setur ævintýrlegan  blæ á þakkanta og handrið. Hægt er að tengja margar saman og láta þær ná allan hringinn í kringum húsið. Þetta er ljósið fyrir vandláta og kröfuharða jólaunnendur.

Mótíf eru alltaf vinsæl og eru til á lager hin ýmsu form og fígurur til að koma fólki í réttu stemnninguna fyrir jólin.