fbpx
  • 554-1989

GARÐHREINSUN OG BEÐAHREINSUN

HJÁ GARÐLIST VINNA SÉRSTAKIR HREINSUNARHÓPAR SEM SJÁ UM BEÐAHREINSANIR

Í beðahreinsun felst meðal annars vinna við að fjarlægja arfa og annan óæskilegan gróður eða aðskotahluti. Mælt er með beðahreinsun að lágmarki tvisvar sinnum yfir sumarið.

Hjá Garðlist vinna sérstakir hreinsunarhópar sem sjá um beðahreinsanir og almennar garðhreinsanir. Hreinsunarteymin samanstanda af 3-5 starfsmönnum sem eru sérþjálfaðir í að hreinsa beð. Við leysum öll verk fljótt og vel af hendi og erum vel tækjum búin. Einnig gætum við þess að skilja vel við umhverfi þeirra garða sem við hreinsum. Við sópum og blásum mold og öðrum garðúrgangi af stéttum og gangstígum og að verki loknu tökum við með okkur allan garðúrgang.