fbpx
  • 554-1989

GARÐSLÁTTUR

TÖKUM AÐ OKKUR SLÁTT Á EINKAGÖRÐUM, EINBÝLIS- OG FJÖLBÝLISHÚSAGÖRÐUM.
ÁSAMT GARÐSLÆTTI FYRIR FYRIRTÆKI OG SVEITARFÉLÖG.

Grassláttur með bestu tækjum og tólum

Grassláttur er ein vinsælasta þjónustan okkar á sumrin enda erum við þekkt fyrir skilvirkni og vandaða vinnu. Garðsláttur fer yfirleitt þannig fram að vinnuhópur mætir á staðinn með góð tæki og tól, slær grasflötina hratt og vel, og gengur svo frá eftir sig. Það er miserfitt að slá gras eftir því hvernig grassvæðið liggur en okkar fólk er sérfræðingar í garðslætti og lætur þetta ganga upp.

Er garðsláttur mikilvægur?

Reglulegur garðsláttur hefur marga kosti, meðal annars að mosamyndun minnkar í grasinu og hæð grassins helst jöfn yfir allt sumarið en við það verður grasflöturinn mun fallegri. Grasflöturinn er sleginn og allar stéttar hreinsaðar ef gras hefur farið á þær. Við vitum að það getur verið ónæði af vélunum við grasslátt og reynum því að vera fljót að klára verkið.

HVERSU OFT Á AÐ SLÁ GRAS YFIR SUMARIÐ?

Algengast er að sláttur eigi sér stað á u.þ.b. tveggja vikna fresti eða um 7 skipti yfir sumarið. Einnig bjóðum við upp á slátt á u.þ.b. 10 daga fresti. Oftast er fyrsti grassláttur um miðjan maí mánuð, en það er þó háð tíðarfari hvers sumars.