SÖNDUN OG SÖLTUN
VIÐ ÞJÓNUSTUM HÚSFÉLÖG, EINKAAÐILA, FYRIRTÆKI OG SVEITARFÉLÖG Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU
HÁLKUVARNIR: SANDUR OG SALT Á PLÖN OG STÉTTAR
Garðlist býður upp á hálkusand eða salt sem hálkuvörn til að dreifa á bílastæði, gangstéttar, innkeyrslur og önnur opin svæði. Mikilvægt er að vera með góðar hálkuvarnir þegar íslenskur vetur gengur í garð og koma þannig eftir bestu getu í veg fyrir slys á fólki eða skemmdir á bílum. Við mætum á staðinn til að sanda eða salta og getum státað af áratugareynslu í hálkuvörnum fyrir fyrirtæki og einstaklinga.
Garðlist býður upp á vöktun þannig að viðskiptavinurinn þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur þegar veðurskilyrði breytast. Við þjónustum planið þegar þess þarf svo þú getir sofið áhyggjulaus. “Á meðan laufin sofa liggja spaðarnir andvaka”.
Við bjóðum upp á söltun og söndun fyrir húsfélög, einkaaðila, fyrirtæki og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu.
Fáðu frítt tilboð í hálkuvarnir!