Hafa samband
Fá tilboð

Garðlist

Um okkur

Garðaþjónusta Garðlistar er algjörlega fyrsta flokks enda látum við verkin tala þegar kemur að garðvinnu á höfuðborgarsvæðinu og víðar, allt árið! Við hjá Garðlist komum að hvers kyns garðvinnu, allt frá hefðbundnum garðhreinsunum, garðúðun, trjáklippingu, fellingum og álíka verkum á sumrin upp í snjómokstur og uppsetningu jólasería á veturna. Við leggjum mikinn metnað í öll verk og erum sérlega stolt af árangri okkar í gegnum tíðina og frábærum ummælum frá viðskiptavinum. Garðsláttur er ein vinsælasta þjónustan okkar og þar erum við á algjörum heimavelli. 
Skoða starfsmenn

Sagan

Garðlist ehf. hefur verið starfandi frá árinu 1989 og sérhæft sig í viðhaldsþjónustu garða og grænna svæða fyrir einstaklinga, fyrirtæki, hús- og bæjarfélög. Fyrirtækið hefur vaxið mikið á þessum tíma og bætt við sig bæði mannskap og verkefnum jafnt og þétt. Hjá Garðlist ehf. starfa þrír skrúðgarðyrkjumeistarar sem allir hafa viðamikla reynslu. Fyrirtækið er staðsett að Tunguhálsi 7, 110 Reykjavík. Garðlist hefur umráð yfir góðum tækjaflota til að þjónusta viðskiptavini sína sem best og á sem hagkvæmastan hátt, bæði yfir sumar- og vetrartímann.

Hvernig störfum við?

Á sumrin starfa um 140 manns hjá fyrirtækinu en á veturna eru nær 60 fastir starfsmenn. Þeir sinna vetrarverkum á borð við snjómokstur, jólaskreytingar og öðru tilfallandi.

Viðskiptavinir okkar bæði mega og eiga að krefjast þess að þau verk sem við erum ráðin til að vinna séu fagmannleg. Garðlist hyggst mæta þeim kröfum og vel það. Við erum þekkt fyrir að veita góða þjónustu og höfum haldið föstum viðskiptavinum til margra ára en þeim fjölgar jafnt og þétt. 
Komdu í teymið okkar
Allur réttur áskilinn Garðlist ehf.
crossmenuchevron-down