fbpx
  • 554-1989

GARÐLIST

SAGAN

Garðlist ehf. hefur verið starfandi frá árinu 1989 og sérhæft sig í viðhaldsþjónustu í görðum og á grænum svæðum fyrir einstaklinga, fyrirtæki, hús- og bæjarfélög. Fyrirtækið hefur vaxið mikið á þessum tíma og aukið við sig mannskap og verkefnum jafnt og þétt. Hjá Garðlist ehf starfa 3 skrúðgarðyrkjumeistarar sem allir hafa víðamikla reynslu. Fyrirtækið er staðsett að Tunguhálsi 7, 110 Reykjavík. Garðlist hefur yfir að ráða góðum flota tækja til að þjónusta viðskiptavini sína sem best og á sem hagkvæmastan hátt, bæði yfir sumar- og vetrartímann.

HVERNIG VINNUM VIÐ?

Á sumrin starfa um 100 manns hjá fyrirtækinu en á veturna eru nær 40 fastir starfsmenn sem sinna vetrarverkum á borð við snjómokstur, jólaskreytingar og önnur tilfallandi verk.

Viðskiptavinir okkar eiga kröfu á að þau verk sem við erum ráðin til að vinna séu vel af hendi leyst og Garðlist hyggst mæta þeim kröfum og vel það. Garðlist er þekkt fyrir að veita góða þjónustu og hefur haldið föstum viðskiptavinum í fjölda ára og fjölgar þeim alltaf jafnt og þétt, ár frá ári.