fbpx
  • 554-1989

TRJÁKLIPPINGAR

LÁTTU FAGFÓLK SJÁ UM AÐ KLIPPA TRÉ OG RUNNA Í GARÐINUM

TRJÁKLIPPINGAR

Garðlist býður upp á trjáklippingar og við erum stolt af því að vera með mjög færa og góða klippara, auk þess sem klipparar okkar eru einkar vel búnir hvað vélar og annan útbúnað varðar og ættu því ekki að vera í neinum vandræðum með að leysa þau verkefni sem bíða í þínum garði. Við leggjum mikla áherslu á að geta klárað að klippa trén í garðinum þínum á sem skemmstum tíma, þó alltaf með aðaláherslu á gæði.

HVENÆR Á AÐ KLIPPA TRÉ?

Síðla vetrar og á vorin er góður tími til að klippa allflestar tegundir trjágróðurs því þá er greinabygging gróðursins best sýnileg. Einnig er þetta góður tími til þess að móta trjágróður. Rétt klipping á trjágróðri dregur úr líkum á skaða af völdum sára og því er mikilvægt að rétt sé staðið að verki. Algengar trjátegundir sem fólk vill láta klippa eru sírena, reynitré og hvers konar runnar sem finnast í görðum.

HVENÆR Á AÐ KLIPPA RUNNA?

Það þarf að klippa tré minnst tvisvar á ári til að halda þeim í horfinu. Limgerði er nauðsynlegt að klippa til að þau þétti sig. Ef limgerði er orðið gamalt og úr sér vaxið má klippa það alveg niður og leyfa því svo að vaxa á nýjan leik.