Við hjá Garðlist bjóðum upp á að setja sand og mold í beð. Mold er gott að setja í beð á nokkurra ára fresti til þess að rætur trjáa og plantna séu umlukin nægri mold og séu ekki að gægjast of mikið upp úr beðum. Sand er hægt að setja í beð til þess að minnka viðhald í beðum, í sandi á illgresi erfiðara með að festa rætur og því minnkar vöxtur þess í beðum talsvert.
Hægt er að setja mold eða sand í beð allan ársins hring en það fer þó mikið eftir veðurfari. Algengast er að sumarið sé notað til þess að bæta í beðin.