Garð- og beðahreinsun

Hjá Garðlist vinna sérstakir hreinsunarhópar sem sjá um beðahreinsanir
Til baka í Þjónustur

Um beðahreinsun: Hjá Garðlist vinna sérstakir hreinsunarhópar sem sjá um beðahreinsanir, hreinsunarteymi okkar samanstanda af 3-5 starfsmönnum sem eru mjög vel þjálfaðir og hafa mikla reynslu. Vinna við að hreinsa beð felst m.a. í að fjarlægja arfa og aðra óæskilega aðskotahluti. Við leysum öll verk fljótt og vel af hendi og erum alltaf með ný og góð tæki með okkur. Einnig gætum við þess að skilja vel við umhverfi þeirra garða sem við hreinsum. Sópum og blásum mold og öðrum garðaúrgangi af stéttum og gangstígum. Að verki loknu tökum við með okkur allan garðúrgang.
Hvenær er góður tími til að hreinsa beð? Á vorin er gott að yfirfara beðin. Þegar vorhret og næturfrost eru að mestu afstaðin má fara að huga að því að taka til í blóma- og runnabeðum.

Hversu oft? Mælt er með beðahreinsun að lágmarki tvisvar sinnum yfir sumarið.

Verðlagning? Beðahreinsanir eru unnar í tímavinnu. Þannig reiknast að ef hópur með 5 starfsmönnum kemur í garð til þess að hreinsa og vinnan er unnin á 1 tíma, reiknast það sem 5 klukkustundir. Einnig er tekið fyrir þann tíma sem tekur fyrir hópinn að koma sér í garðinn og fyrir þann tíma sem fer í að fara með úrganginn á haugana. Tekið er gjald fyrir notkun á bíl og förgun úrgangs.

Panta þjónustu

Hafðu samband eða kíktu við hjá okkur

3 hours ago

Garðlist ehf

Við hjá Garðlist gáfum á dögunum sláttuvélar til ABC barnahjálp sem nýttar verða nemendum Ecole ABC de Bobo í Búrkína Fasó til góðs. Skólinn er rekinn fyrir styrktarfé á vegum ABC Barnahjálpar og þökkum við þeim fyrir gott starf þeirra gegnum árin. Frekari upplýsingar um skólann sem og leiðbeiningar um hvernig styrkja megi framtakið má finna á meðfylgjandi hlekk: www.abc.is/starfsemin/abc-i-afriku/burkina-faso/ ... Sjá meiraSjá minna

Við hjá Garðlist gáfum á dögunum sláttuvélar til ABC barnahjálp sem nýttar verða nemendum Ecole ABC de Bobo í Búrkína Fasó til góðs.  Skólinn er rekinn fyrir styrktarfé á vegum ABC Barnahjálpar og þökkum við þeim fyrir gott starf þeirra gegnum árin.  Frekari upplýsingar um skólann sem og leiðbeiningar um hvernig styrkja megi framtakið má finna á meðfylgjandi hlekk: https://www.abc.is/starfsemin/abc-i-afriku/burkina-faso/

 Opið virka daga 08:00 - 17:00

Tunguhálsi 7, 110 Reykjavík

Sími: 554 - 1989

Gardlist@gardlist.is

Facebook

Youtube

Garðlist