Garðsláttur

Tökum að okkur slátt á litlum einkagörðum, einbýlis- og fjölbýlishúsagörðum. Ásamt fyrirtækjum og sveitarfélögum.
Til baka í Þjónustur

Reglulegur garðsláttur hefur marga kosti, m.a. að mosamyndun minnkar í grasinu og hæð grassins helst jöfn yfir allt sumarið en við það verður grasflöturinn mun fallegri.

Grasflöturinn er sleginn og allar stéttar hreinsaðar ef gras hefur farið á þær. Við vitum að það er mikið ónæði af vélunum og reynum því að vera fljót að klára verkið. Yfirleitt tekur það um 20 til 30 mínútur fyrir tvo menn að slá einkagarð.

Venjulegar grasflatir innihalda nokkrar tegundir af grasi, allar með misjafna eiginleika og þarfir. Ef gras er ekki slegið reglulega munu hávaxnari grastegundir ná yfirhöndinni í flötinni og skyggja á lágvaxnari tegundir. Markmiðið með slættinum er að viðhalda þéttri og heilbrigðri grasflöt.

Tökum að okkur slátt á litlum einkagörðum, einbýlis- og fjölbýlishúsagörðum, sem og stórum túnum og opnum svæðum fyrir bæjarfélög og fyrirtæki.

Hversu oft: Algengast er að sláttur eigi sér stað á u.þ.b. tveggja vikna fresti eða um 7 skipti yfir sumarið. Einnig bjóðum við uppá slátt á u.þ.b. 10 daga fresti. Oftast er fyrsti grassláttur um miðjan maí mánuð, en það er þó háð tíðarfari hvers sumars.

Verðlagning: Við garðaslátt bjóðum við upp á föst verð en verðtilboð eru gefin eftir að grasflöturinn og garðurinn hefur verið metinn með tilliti til stærðar og umfangs verksins. Innifalið í þeim verðum er allur kostnaður við sláttinn; vinna við sláttinn, úrgangslosun, akstur til og frá staðnum ásamt notkuninni á bílnum. Ellilífeyrisþegar í Garðabæ fá niðurgreidda 3 slætti yfir sumarið, af sveitarfélaginu.
Chat conversation end
Type a message…

Panta þjónustu

Hafðu samband eða kíktu við hjá okkur

2 weeks ago

Garðlist ehf

Nú erum við búin að strjúka af sláttuvélunum okkar, brýna hnífana og tilbúin í slaginn.

Endilega sendið okkur skeyti ef ykkur langar í alvöru sumarfrí og við sendum ykkur tilboð í garðslátt í áskrift um hæl!

gardlist@gardlist.is
... Sjá meiraSjá minna

Nú erum við búin að strjúka af sláttuvélunum okkar, brýna hnífana og tilbúin í slaginn.

Endilega sendið okkur skeyti ef ykkur langar í alvöru sumarfrí og við sendum ykkur tilboð í garðslátt í áskrift um hæl!

gardlist@gardlist.is

 Opið virka daga 08:00 - 17:00

Tunguhálsi 7, 110 Reykjavík

Sími: 554 - 1989

Gardlist@gardlist.is

Facebook

Youtube

Garðlist

Messenger icon
Send message via your Messenger App