Stubbatæting

Við hjá Garðlist bjóðum upp á aðstoð við að fjarlægja trjástofna sem sitja eftir þegar búið er að fella tré.
Til baka í Þjónustur

Um stubbatætingu: Við hjá Garðlist bjóðum upp á aðstoð við að fjarlægja trjástofna sem sitja eftir þegar búið er að fella tré. Fram að þessu hefur þurft að fá gröfu og kranabíl í verkið sem hafa rifið stubbinn upp og oft skilið eftir mikið sár. Stubbatætarinn er vél sem er örlítið stærri en garðsláttuvél og eyðileggur ekkert í kringum sig. Hægt er að rífa stubbinn allt að 30cm niður í jörðina og auðvelt er að tyrfa yfir holuna.
Hvenær er góður tími til að stubbatæta? Hægt er að tæta stubba allt árið svo fremi að ekki sé allt á kafi í snjó.

Hvernig er rukkað fyrir stubbatætingu? Stubbatæting er unnin í tímavinnu. Þegar verið er að tæta stubba má reikna með því að tekið er fyrir þann tíma sem tekur starfsmann að koma á staðinn og fyrir að fara með úrgang á hauga. Tekið er gjald fyrir notkun á bíl og förgun á haugum.

Panta þjónustu

Hafðu samband eða kíktu við hjá okkur

2 weeks ago

Garðlist ehf

Kristín Snorradóttir sem er ein af okkar frábæra starfsfólki, útskrifaðist sem skrúðgarðyrkjufræðingur nú á dögunum og óskum við henni hjartanlega til hamingju 😀
Hún er hér ásamt Brynjari Kjærnested skrúðgarðyrkjumeistara og framkvæmdastjóra hjá Garðlis ásamt meistara Kristínar honum Hirti Þórðarsyni skrúðgarðyrkjumeistara og verkefnastjóra hjá Garðlist.
... Sjá meiraSjá minna

Kristín Snorradóttir sem er ein af okkar frábæra starfsfólki, útskrifaðist sem skrúðgarðyrkjufræðingur nú á dögunum og óskum við henni hjartanlega til hamingju :D 
Hún er hér ásamt Brynjari Kjærnested skrúðgarðyrkjumeistara og framkvæmdastjóra hjá Garðlis ásamt meistara Kristínar honum Hirti Þórðarsyni skrúðgarðyrkjumeistara og verkefnastjóra hjá Garðlist.

 Opið virka daga 08:00 - 17:00

Tunguhálsi 7, 110 Reykjavík

Sími: 554 - 1989

Gardlist@gardlist.is

Facebook

Youtube

Garðlist