Stubbatæting

Við hjá Garðlist bjóðum upp á aðstoð við að fjarlægja trjástofna sem sitja eftir þegar búið er að fella tré.
Til baka í Þjónustur

Um stubbatætingu: Við hjá Garðlist bjóðum upp á aðstoð við að fjarlægja trjástofna sem sitja eftir þegar búið er að fella tré. Fram að þessu hefur þurft að fá gröfu og kranabíl í verkið sem hafa rifið stubbinn upp og oft skilið eftir mikið sár. Stubbatætarinn er vél sem er örlítið stærri en garðsláttuvél og eyðileggur ekkert í kringum sig. Hægt er að rífa stubbinn allt að 30cm niður í jörðina og auðvelt er að tyrfa yfir holuna.
Hvenær er góður tími til að stubbatæta? Hægt er að tæta stubba allt árið svo fremi að ekki sé allt á kafi í snjó.

Hvernig er rukkað fyrir stubbatætingu? Stubbatæting er unnin í tímavinnu. Þegar verið er að tæta stubba má reikna með því að tekið er fyrir þann tíma sem tekur starfsmann að koma á staðinn og fyrir að fara með úrgang á hauga. Tekið er gjald fyrir notkun á bíl og förgun á haugum.

Panta þjónustu

Hafðu samband eða kíktu við hjá okkur

4 weeks ago

Garðlist ehf

Kristín er ein af okkar frábæru starfsmönnum og hér er hún í viðtali í Morgunblaðinu í dag 😀Kristín er ein af þeim sem er í stjórn Félags Fagkvenna. Við getum alveg tekið undir það að hún lætur ekkert stoppa sig og hún er flott fyrirmynd 💪🌲Ef þið hafið áhuga á að fylgjast með henni á Instragram þá getið þið fundið hana undir nafninu kristinthegardener 😁 ... Sjá meiraSjá minna

Kristín er ein af okkar frábæru starfsmönnum og hér er hún í viðtali í Morgunblaðinu í dag :D

 Opið virka daga 08:00 - 17:00

Tunguhálsi 7, 110 Reykjavík

Sími: 554 - 1989

Gardlist@gardlist.is

Facebook

Youtube

Garðlist