fbpx
  • 554-1989

Óflokkað

Moltugerð 150 150 Berglind

Moltugerð

Margir garðeigendur hafa farið að stunda moltugerð á síðustu árum og áratugum en aukin
umfjöllun um umhverfisvænan lífstíl og fækkun kolefnisfótspora hefur verið í umræðunni. Ýmsar
tegundir moltukassa eða -tunna eru til í búðum, hægt er að hafa heimatilbúnar lausnir eða nýta
hluta grænmetisgarðs undir moltugerð. Hér koma nokkrir punktar sem vert er að hafa í huga.

  • Gott er að setja lag af fínklipptum greinum í botn kassans til þess að búa til loftrými, enþað flýtir fyrir rotnun.
  • Þar ofan á kemur lag af fínum garðaúrgangi, lauflböðum og grasi.
  • Næst kemur lag af úrgangi úr eldhúsinu en í fyrstu er ekki mælt með að setja þó kjöt- eða fiskafganga.

Í kassanum fer núna af stað niðurbrot lífrænna efna. Hitastig getur farið í allt að 60-70° gráður
og við það hitastig eyðieggjast flest fræ og flestar gerðir baktería. Ferlið á að vera svo til
lyktarlaust en ef fer að lykta er úrgangurinn líklegast of blautur og gott að bæta við þurrum
garðúrgangi.

  • Blanda skal heimilisúrgangi vel saman við moltuna og hrærið vel, en ekki skilja eftir hrúgu af nýju efst.
  • Gott er að bæta við í kassann á hverjum degi og blandað vel en rotnun getur jafnvel verið í gangi í frostköldu veðri.
  • Moltugerð getur tekið vikur eða mánuði en það veltur allt á því hvað er sett í tunnuna, hvort góð loftun sé, fjölbreytileika úrgangs og hvort sé hrært reglulega í tunnunni.

 

Hvað má fara í tunnuna?

  • Ávextir og grænmeti
  • Kjöt- og fiskafgangar
  • Mjólkurvörur
  • Egg, eggjabakkar og eggjaskurn
  • Kaffi, te, kaffisíur og tepokar
  • Hveiti, pasta og hrísgrjón
  • Brauð

Hvað á ekki að setja í tunnuna?

  • Stór bein
  • Timbur
  • Ólífrænan úrgang
Grænmetisgarður 349 211 Kristjan

Grænmetisgarður

Ræktun á grænmeti
Aukning hefur verið á því að Íslendingar rækti sitt eigið grænmeti og margir komnir með smá skika við húsin sín til ræktunar. Það eru margir kostir við að rækta sitt eigið grænmeti, bæði fyrir heilsuna og umhverfið. Hér eru nokkur ráð sem gott er að hafa í huga:
1. Fersk, lífræn framleiðsla – þegar þú ræktar þitt eigið grænmeti veistu nákvæmlega hvað fer í það. Þú getur forðast skaðleg varnarefni og efni og notið þess að borða ferskar, lífrænar afurðir.
2. Sparnaður – að rækta sitt eigið grænmeti getur sparað þér pening þegar kemur að matvörukaupum. Ef heimilið er mannmargt og/eða fjölskyldan hefur gaman að því að elda úr ferskum afurðum þá getur það munað um minna.
3. Bætt heilsa – grænmeti er hollt og ætti að vera hluti af hverri máltíð. Grænmeti inniheldur mikið magn næringarefna sem okkur eru anuðsynleg, en það er misjafnt eftir tegundum hvað hver tegund getur innihaldið mikið vítamín, steinefni, trefjar og kolvetni. Auk andoxunarefna.
4. Umhverfisleg sjálfbærni – þegar grænmeti er ræktað heima í garði minnkar kolefnisspor okkar þar sem grænmetinu okkar er ekki pakkað inn og það flutt um langa leið.
5. Fræðsla – að rækta sitt eigið grænmeti getur verið skemmtileg og fræðandi reynsla fyrir börn og fullorðna. Ræktunin veitir tækifæri til að læra um náttúruna, veðrið og margt fleira.
6. Streitulosun – rannsóknir hafa sýnt fram að garðyrkja dregur úr streitu og bætir andlega heilsu.
7. Samfélagsleg áhrif – þú getur deilt afurðum með nágrönnum og janvel stofnað samfélagsgarð þar sem fólk kemur saman og sinnir matjurtagarði.

Grænkálssnakk:
Ein þeirra tegunda sem hægt er að rækta er grænkál en úr því er hægt að búa til bragðmikið og hollt snakk.

Uppskrift:
150 gr grænkál
1 tsk jómfrúarolía
1/3tsk gróft sjávarsalt

Aðferð:
Hitið ofninn í 180°C og stillið á blástur
Mikilvægt er að þvo grænkálið áður ef farið er að vinna með það
Rífið blaðið af grænkálinu niður í bita, stöngullinn er ekki nýttur
Nuddið kálið með olíunni
Saltið örlítið
Dreifið úr kálinu í ofnskúffu og bakið í 10-15 mín, eða þangað til verður stökkt.
Fylgyst með að kálið brennið ekki.
Njótið!