Moltugerð
Margir garðeigendur hafa farið að stunda moltugerð á síðustu árum og áratugum en aukin
umfjöllun um umhverfisvænan lífstíl og fækkun kolefnisfótspora hefur verið í umræðunni. Ýmsar
tegundir moltukassa eða -tunna eru til í búðum, hægt er að hafa heimatilbúnar lausnir eða nýta
hluta grænmetisgarðs undir moltugerð. Hér koma nokkrir punktar sem vert er að hafa í huga.
- Gott er að setja lag af fínklipptum greinum í botn kassans til þess að búa til loftrými, enþað flýtir fyrir rotnun.
- Þar ofan á kemur lag af fínum garðaúrgangi, lauflböðum og grasi.
- Næst kemur lag af úrgangi úr eldhúsinu en í fyrstu er ekki mælt með að setja þó kjöt- eða fiskafganga.
Í kassanum fer núna af stað niðurbrot lífrænna efna. Hitastig getur farið í allt að 60-70° gráður
og við það hitastig eyðieggjast flest fræ og flestar gerðir baktería. Ferlið á að vera svo til
lyktarlaust en ef fer að lykta er úrgangurinn líklegast of blautur og gott að bæta við þurrum
garðúrgangi.
- Blanda skal heimilisúrgangi vel saman við moltuna og hrærið vel, en ekki skilja eftir hrúgu af nýju efst.
- Gott er að bæta við í kassann á hverjum degi og blandað vel en rotnun getur jafnvel verið í gangi í frostköldu veðri.
- Moltugerð getur tekið vikur eða mánuði en það veltur allt á því hvað er sett í tunnuna, hvort góð loftun sé, fjölbreytileika úrgangs og hvort sé hrært reglulega í tunnunni.
Hvað má fara í tunnuna?
- Ávextir og grænmeti
- Kjöt- og fiskafgangar
- Mjólkurvörur
- Egg, eggjabakkar og eggjaskurn
- Kaffi, te, kaffisíur og tepokar
- Hveiti, pasta og hrísgrjón
- Brauð
Hvað á ekki að setja í tunnuna?
- Stór bein
- Timbur
- Ólífrænan úrgang