Eitur fyrir illgresi í görðum er þjónusta sem Garðlist býður upp á. Ekki er heimilt að eitra beð nema um steinabeð sé að ræða. Eitur er vandmeðfarið og getur skemmt ákveðnar trjátegundir og annan gróður sé því ekki dreift rétt. Hjá Garðlist getur þú treyst því að garðurinn þinn fái bestu mögulegu þjónustu sem völ er á.
Þarf að eitra fyrir fíflum eða er kerfill að gera þér lífið leitt?
Fíflar og kerfill eru til dæmis tvær af þeim gróðurtegundum sem margir vilja losna við úr garðinum hjá sér. Við erum með fíflaeitur og eitrum fyrir kerfli líka. Margir kjósa að setja eitur á hellur til að losna við gróður sem vex upp á milli þeirra en best er að hafa samband við okkur til að athuga hvort eitrun í görðum henti þér.
Best er að nota eitur á vorin áður en garðurinn hefur tekið við sér. Notkun yfir sumarið reynist þó oft vel líka.