Hafa samband
Fá tilboð

Seríur og skreytingar

Mikið úrval af hágæða ljósum og ljósaseríum
Fá tilboð

Uppsetning á
jólaseríum og jólaskrauti

Garðlist flytur inn, selur og leigir hágæða ljósa- og jólaseríur frá MK illumination. MK illumination hefur verið leiðandi í Evrópu á þessum markaði til fjölda ára en endingin og gæðin tala sínu máli.
Innan raða Garðlistar erum við með sérfræðinga í þessum málum sem geta aðstoðað við val á ljósum og skreytingum.

Ekki bara ljós
og seríur

MK illumination framleiðir ekki bara seríur, þeir hanna einnig og framleiða fjöldann allan af mótífum.
Garðlist og MK hafa síðustu ár komið að vinnu við nokkra þeirra, t.d. Jólaköttinn á Lækjartorgi, Geitina í Grindavík og Akkerið á Akranesi, svo eitthvað sé nefnt.

Af hverju MK?

Austurríska fyrirtækið MK-Illumination hefur verið leiðandi í jólaskreytingum í áratugi. Það sérhæfir sig í gæðavörum og fyrirtaks þjónustu, og þegar kemur að ljósa- eða jólaskreytingum er því ekkert ómögulegt.
MK-Illumination á sínar eigin verksmiðjur og framleiðir sitt eigið LED, IP67 rakavarið með sérlega góðri birtuendingu. Sama hlýja hvíta litinn má finna í öllum þeirra vörum; seríum, mótífum og stauraskrautum.

Ljósefni

Hér má sjá brot af þeim vörum sem við höfum upp á að bjóða.
Svartir, hvítir eða glærir strengir og ljósin sjálf til í flestöllum litum og með öllum þeim tengjum og fylgihlutum. 
  • E14
    E14
  • Flashing Stringlite
    E27
  • Stringlite
    Icelite
Allur réttur áskilinn Garðlist ehf.
crossmenuchevron-down