Hafa samband
Fá tilboð

TRJÁKLIPPINGAR

LÁTTU FAGFÓLK SJÁ UM AÐ KLIPPA TRÉ OG RUNNA Í GARÐINUM

Fá tilboð

TRJÁKLIPPINGAR

Garðlist býður upp á trjáklippingar og við erum stolt af okkar færu og vandvirku klippurum. Þeir eru einkar vel búnir hvað vélar og annað tilheyrandi varðar og ættu því ekki að vera í neinum vandræðum með að leysa þau verkefni sem bíða í þínum garði. Við leggjum mikla áherslu á að klippa trén í garðinum þínum á sem skemmstum tíma, þó alltaf með gæði og fagmannleg vinnubrögð í forgrunni.

HVENÆR Á AÐ KLIPPA TRÉ?

Besti tíminn til að klippa allflestar tegundir trjágróðurs er síðvetrar og á vorin því þá er greinabygging gróðursins sýnilegust. Þetta sama tímabil er einnig gott til að móta trjágróður. Rétt klipping á trjágróðri dregur úr líkum á skaðlegum sárum og því er mikilvægt að vel sé að verki staðið. Algengt er að fólk biðji um að trjátegundirnar sírena og reyni séu klipptar og hvers konar runnar sem finnast í görðum.

HVENÆR Á AÐ KLIPPA TRÉ OG RUNNA?

Það þarf að klippa tré minnst tvisvar á ári til að halda þeim í horfinu. Limgerði er nauðsynlegt að klippa til að þau þétti sig. Ef limgerði er orðið gamalt og úr sér vaxið má klippa það alveg niður og leyfa því svo að vaxa á nýjan leik.

Fáðu tilboð

Þegar garðurinn hefur verið metinn með tilliti til stærðar og umfangs verksins færðu fast verðtilboð, þér að kostnaðarlausu. 
Fá tilboð
Allur réttur áskilinn Garðlist ehf.
crossmenuchevron-down