Að fjarlægja stubb eftir trjáfellingu
Garðlist býður upp á að fjarlægja stofna sem sitja eftir þegar búið er að fella tré. Fram að þessu hefur þurft að fá gröfu og kranabíl í verkið sem hafa rifið stubbinn upp og oftar en ekki skilið eftir mikið sár. Stubbatætarinn er örlítið stærri en garðsláttuvél og eyðileggur ekkert í kringum sig. Hægt er að rífa stubbinn allt að 30 cm niður í jörðina og auðvelt er að tyrfa holuna eftir á.
Hægt er að tæta stubba allt árið um kring, svo lengi sem allt sé ekki á kafi í snjó.