Grassláttur með bestu tækjum og tólum
Grassláttur er ein vinsælasta þjónustan okkar á sumrin, enda erum við þekkt fyrir skilvirkni og vandaða vinnu. Slátturinn fer yfirleitt þannig fram að vinnuhópur mætir á staðinn með sín bestu tæki og tól, slær grasflötina hratt og örugglega og gengur svo frá öllu eftir sig. Það er miserfitt að slá gras eftir því hvernig grassvæðið liggur en við hjá Garðlist erum sérfræðingar í garðslætti og látum öll sláttartengd verk ganga upp.