ÁBURÐARGJÖF
Tilgangurinn með áburðargjöf á gras er að tryggja því nægan aðgang að lífsnauðsynlegum næringarefnum sem það tekur úr jarðveginum. Hið sama á við um annan gróður í heimilisgörðum. Næringarefni plantna eru bundin jarðveginum og leysast upp í jarðvatninu. Af þessum ástæðum er mikilvægt að næringarefni frá áburði í jarðvegi séu í hæfilegu magni til þess að plönturnar geti vaxið og dafnað eðlilega. Heilbrigðar plöntur verja sig betur gegn ágangi meindýra, auka fremur framleiðslu sína og mynda nýjan gróður.