Hafa samband
Fá tilboð

Eitrun í görðum - útrýming á illgresi

EYÐING Á FÍFLUM, ILLGRESI OG FLEIRU
Fá tilboð
Að eitra fyrir illgresi í görðum er þjónusta sem Garðlist býður upp á en ekki er heimilt að eitra beð nema um steinabeð sé að ræða. Eitur er vandmeðfarið og getur skemmt ákveðnar trjátegundir og annan gróður sé því ekki dreift rétt. Hjá Garðlist getur þú treyst því að garðurinn þinn fái rétta meðhöndlun og þá bestu þjónustu sem völ er á.

Þarf að eitra fyrir fíflum eða er kerfill að gera þér lífið leitt?

Fíflar og kerfill eru til dæmis gróðurtegundir sem margir vilja losna við úr görðunum sínum. Við erum með fíflaeitur og eitrum fyrir kerfli líka. Margir kjósa að setja eitur á hellur til að losna við gróður sem vex upp á milli þeirra en best er að hafa samband við okkur til að athuga hvort garðeitrun henti þér.
Best er að nota eitur á vorin áður en garðurinn hefur tekið við sér. Notkun yfir sumarið reynist þó oft vel líka.

Að úða gegn maðki og lús

Algengast er að úða gegn maðki og lús en þessar tvær óværur éta blöðin sem gerir þau ljót og eyðileggur þau jafnvel. Garðaúðun gegn lirfum er gagnslaus fyrr en þær fara að skríða um og á þær notum við efnið Permasekt. Lirfurnar deyja ef efnið snertir þær, eins ef þær éta lauf sem hefur verið eitrað. Í örfáum tilfellum kemur það fyrir að lirfurnar drepast ekki alveg við fyrstu úðun og þá eitrum við aftur, viðskiptavinum okkar að kostnaðarlausu. Blaðlús er fjölhæf og fljót að fjölga sér, hún verpir bæði eggjum og eignast lifandi afkvæmi. Lýsnar, líkt og lirfurnar, geta drepist við það að eitur fellur beint á þær.
Blaðlúsin kemur örlítið seinna en lirfurnar á vorin og er ekki jafn mikill skaðvaldur fyrir tré. Þá er ekki mælt með því að úða sérstaklega fyrir lús nema hún sé í miklu magni og til umtalsverðra vandræða. Maðkur í trjám getur verið hvimleiður og margir kjósa garðaúðun til að hafa hemil á honum. Lúsmý hefur sömuleiðis gert Íslendingum lífið leitt undanfarin ár en ólíklegt er að garðaúðun gagnist gegn þeirri óværu.


Fáðu tilboð

Þegar garðurinn hefur verið metinn með tilliti til stærðar og umfangs verksins færðu fast verðtilboð, þér að kostnaðarlausu. 
Fá tilboð
Allur réttur áskilinn Garðlist ehf.
crossmenuchevron-down