ÞÖKULAGNIR - ÞARFTU AÐ TYRFA GARÐ?
Þegar kemur að því að tyrfa garð undirbýr Garðlist jarðveginn með áburðargjöf og sléttun. Ef túnþökur eru lagðar á brekkur eru þær festar niður með trénöglum sem auðvelt er að fjarlægja. Einnig getum við tekið að okkur að leggja torfþökur á svæði þar sem vinnuvélar, eitur eða annað sambærilegt hafa skemmt grasflöt.
Þegar búið er að þökuleggja er mikilvægt að fylgjast vel með rakastigi torfsins og vökva það vel á meðan það grær saman. Einnig er mikilvægt að gefa grasinu áburð. Hefja má slátt á grasi þegar það hefur náð tíu cm hæð. Þá er gott að byrja á því að slá grasið í hæstu stillingu á sláttuvél, lækka svo stillinguna í hvert skipti sem slegið er þar til æskilegri grashæð er náð. Sú hæð er oftast um 3-4 cm í venjulegum heimilisgörðum.