Eitt skemmtilegasta verkefnið sem við tökum að okkur er án efa uppsetning á jólaseríum og jólaskeytingum. Við hjá Garðlist bjóðum upp á breiða línu af hágæða ljósa- og jólaseríum frá MK illumination. Við veitum aðstoð við að skreyta húsið, garðinn og fyrirtækið fyrir jólin og önnur tækifæri. Við bjóðum upp á uppsetningu, leigu, sölu, niðurtekt og geymslu á seríum.
Uppsetning á jólaseríum og jólaskrauti
Hægt er að sérsníða skreytingar að óskum viðskiptavina, enda er uppsetning jólasería og jólaskrauts háð persónulegum stíl viðkomandi. Við getum sent sérfræðing á staðinn sem aðstoðar við val á jólaljósum og skreytingum.
Það sem fer upp þarf víst að koma niður aftur. Við bjóðum að sjálfsögðu upp á þjónustu við að taka niður jólaskrautið og seríurnar. Garðlist býður viðskiptavinum sínum upp á geymslu að kostnaðarlausu svo það þurfi ekki að fylla skúrinn eða geymsluna.
JÓLASERÍURNAR OKKAR
Allt efnið sem við leigjum og seljum frá MK illumination er í IP67 staðlinum sem hentar best fyrir íslenskar aðstæður.
String Lite frá MK er okkar vinsælasta jólasería. Hún er sérstaklega hönnuð til að vera sett á tré. Serían kemur í 12 metra löngum köplum sem hægt er að skipta auðveldlega út eða bæta við eftir þörfum. String Lite kemur einnig í útgáfu þar sem sjöunda hver pera blikkar eða tindrar eins og við viljum kalla það. Það þykir okkur mjög fallegt og rómantískt.
Fyrir þá sem vilja aðeins meira „úmf“ í seríurnar sína erum við með Magic String Lite frá MK. Serían hentar vel á þakkanta og handrið. Ljósin raðast þannig á strenginn að þau eru nokkur saman í hópi með reglulegu millibili.
Ice Lite frá MK setur heldur betur ævintýrlegan blæ á þakkanta og handrið. Hægt er að tengja margar saman og láta þær ná allan hringinn í kringum húsið. Þetta er ljósið fyrir vandláta og kröfuharða jólaunnendur. Ljósin drjúpa óreglulega niður í móti til að líkja eftir grýlukertum og útkoman er vægast sagt falleg.
Skúlptúrar eru alltaf vinsæl og eru til á lager hin ýmsu form og fígurur sem lýsast upp til að koma fólki í réttu stemnninguna fyrir jólin. Til dæmis er hægt að fá hreindýr, snjókorn og annað jólalegt og skemmtilegt. Jólakötturinn sem er á Lækjartorgi um hver jól er lýsandi dæmi um hversu jólalegt og skemmtilegt er hægt að gera með skúlptúr.